28.1.2012 | 19:25
Framboð!
Nú er kominn sá tími að ég tel best fyrir framtíð Sambands ungra framsóknarmanna að nýju blóði verði hleypt í starfið. Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér til formensku í SUF.
Ég tel að undanfarin ár hafi starf SUF verið langt frá því að vera eins öflugt og það þarf að vera.
Þessu þarf að breyta. Undanfarið hefur SUF ekki verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni, en ég tel að skoðanir ungra framsóknarmanna hafi aldrei átt meiri samleið með þjóðinni en einmitt nú. SUF þarf að vera sterkur vettvangur sem ungt fólk vill taka þátt í.
Til þess þarf bæði að styrkja innra starf sambandsins og stórauka starfið út á við. Eitt aðalmarkmið mitt er að ungir framsóknarmenn geti sameinast og verið stoltir af að taka þátt í öflugu starfi SUF.
Ragnar S. Rögnvaldsson
formaður
Félags ungra Framsóknarmanna í Skagafirði
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:33 | Facebook
Athugasemdir
Sæll; Ragnar Stefán !
Gleymdu; þessum framboðs hugleiðingum þínum, unz þú fordæmir glæpa klíku Halldórs Ásgrímssonar opinberlega; sem enn hefir tögl og hagldir, í flokks skrifli ykkar, ágæti Skagfirðingur.
Og; minna vil ég þig, á aðkomu Þórólfs Gíslasonar, að hvarfi sjóða Samvinnutrygginga, sem ENN situr, sem Kaupfélagsstjóri ykkar Skagfirðinga, á Sauðárkróki, nyrðra - í ykkar skjóli.
Og; að endingu, ódámurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (sem vart; svarar einföldustu skilaboðum), er eins og hver annar Púðlu rakki, í lúkum Halldórs - Finns og Valgerðar, svo einnig komi fram, Ragnar Stefán.
Vara þú þig; á þessum varmennum, öllum, ágæti drengur.
Með; fremur þurrum kveðjum, úr Árnesþingi - en; kveðjum þó /
Óskar Helgi Helgason
fyrrum starfsmaður Kaupfélags Árnesinga, svo fram komi - !
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 20:53
Hvað sem þú vilt gera þá er þér það frjálst en láttu fólk vita um afstöðu þína vegna ESB mála. Viltu tilheyra ESB eða ekki. ''Ekki'' þýðir að draga umsókn til baka.
Valdimar Samúelsson, 29.1.2012 kl. 09:43
Valdimar mín afstaða um ESB hefur aldrei verið neitt leyndarmál FUF í Skagafirði hefur verið alfarið á móti því að ganga í sambandið og hef ég somu skoðun og hef ef eitthvað er sannfærst en betur um kosti þess að vera fyrir utann esb
Ragnar Stefán Rögnvaldsson, 29.1.2012 kl. 16:44
Komið þið sælir, á ný !
Ragnar Stefán !
Gott var; að þú skyldir svara Valdimar, á þann máta, sem þú gerðir hér, skilvíslega.
En; viltu ekki jafnframt; taka til athugunar, mínar ábendingar um, í hvers lags forar díki, þú hefir steypt þér; hugmyndafræðilega, Skagfirðingur ungi ?
Ásbirningar frændur mínir; (Kolbeinn Sálmaskáld o.fl.) helztu frammámenn ykkar, á Miðöldum, hefðu vart liðið, spillingar ræksni, eins og Þórólf Gíslason, í ykkar Héraði, Ragnar Stefán.
Með svipuðum kveðjum; - sem seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 16:55
Ég veit ekki með y'all, en ég vil fá Óskar Helga í landsliðið. Já, bara öll landslið.
Sæmundur Madskillz (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 20:13
Sæll Óskar Helgi
ég á því miður ekki gott með að svara þér þar sem ég sá enga spurningu frá þér hér að ofann en ef þú hefur spurningu sem við kemur mér þá endilega hentu henni á mig.
Ragnar Stefán Rögnvaldsson, 29.1.2012 kl. 20:25
Sælir; að nýju !
Ragnar Stefán !
Kemur þar; spurningin, afsakaðu, að ég skyldi ei koma henni fram, hér fyrri.
Finnst þér forsvaranlegt; að mann kerti, eins og Þórólfur Gíslason, sem ásamt Valgerði Sverrisdóttur og öðrum bröskurum flokks nefnu ykkar, skuli ekki sæta rannsókn, á háttalaginu, á meðferð fjármuna Samvinnutrygginga, auk annarrar skemmdarstarfsemi, á fyrirtækjum Sambands íslenzkra Samvinnu félaga, á liðnum árum ?
Með kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 20:43
Óskar Helgi vinur minn kær
veit ekki betur en að mál tengd gift séu nu þegar til ransóknar, en sé ekki alveg hvernig Þórólfur tengist framoði mínu á nokkurn hátt. hann eða ks eru ekki að bjóða mig fram.
en ef þú vilt skal ég við tækifæri fara yfir þessi mál með þér, ég þarf að kynna mér þetta giftarmál betur hef ekki kafað djúft í það mál til að geta tjáð mig um það
með frekar blautum og góðum kveðjum Ragnar S Rögnvaldsson verðandi stór vinur þinn frá Skagaströnd
Ragnar Stefán Rögnvaldsson, 29.1.2012 kl. 23:44
Komið þið sælir; sem fyrr !
Ragnar Stefán !
Þakka þér fyrir; skýrleg andsvörin.
Nei; sem betur fer, tengist Þórólfur ekki, þínu framboði, en eftir sem áður, er hann - og hans fylgjarar; sem aðrir, Halldóri Ásgrímssyni - Valgerði - Finni og fleirrum handgengnir, blettur/ir; jafnt, á ykkur Skagfirðingum - sem og Austur- Húnvetningum (sért þú; þaðan) Ragnar minn.
Jú; ánægjulegt væri, ætti ég leið um nyrðra - eða vestra, að við tylltum okkur niður, í Staðarskála - eða Hreðavatnsskála/ Baulu jafnvel, yfir góðum Kaffisopa, þegan nær liði, til Vorkomunnar, ágæti drengur.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.