Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Plan B

www.planb.is endilega að skoða þetta. Framsókn talar í lausnum!

Framboð!

Nú er kominn sá tími að ég tel best fyrir framtíð Sambands ungra framsóknarmanna að nýju blóði verði hleypt í starfið. Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér til formensku í SUF.
Ég tel að undanfarin ár hafi starf SUF verið langt frá því að vera eins öflugt og það þarf að vera.

Þessu þarf að breyta. Undanfarið hefur SUF ekki verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni, en ég tel að skoðanir ungra framsóknarmanna hafi aldrei átt meiri samleið með þjóðinni en einmitt nú. SUF þarf að vera sterkur vettvangur sem ungt fólk vill taka þátt í.
Til þess þarf bæði að styrkja innra starf sambandsins og stórauka starfið út á við. Eitt aðalmarkmið mitt er að ungir framsóknarmenn geti sameinast og verið stoltir af að taka þátt í öflugu starfi SUF.

Ragnar S. Rögnvaldsson
formaður
Félags ungra Framsóknarmanna í Skagafirði


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband